Mainoo að fá nýjan samning - Tekur Guardiola við enska landsliðinu - Eriksen fer til Ajax
   lau 12. október 2024 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni Afríkukeppninnar: Guirassy með þrennu - Marokkó skoraði fimm
Mynd: Dortmund
Mynd: EPA
Framherjinn öflugi Serhou Guirassy var í byrjunarliði Gíneu og skoraði þrennu í fyrri hálfleik gegn Eþíópíu í dag.

Liðin mættust í undankeppni fyrir Afríkukeppnina og skóp Gínea þægilegan 4-1 sigur þökk sé Guirassy. Þetta eru fyrstu þrjú stig Gíneu eftir þrjár umferðir í undankeppninni og er liðið einu stigi á eftir Tansaníu í harðri baráttu um annað sæti H-riðils.

Marokkó tók þá á móti Mið-Afríkulýðveldinu og rúllaði yfir andstæðinga sína með fimm mörkum gegn engu.

Achraf Hakimi skoraði eitt en Azzedine Ounahi, samherji Sverris Inga Ingasonar og Harðar Björgvins Magnússonar hjá Panathinaikos, var besti leikmaður vallarins.

Ounahi skoraði tvö og lagði eitt upp til að tryggja auðveldan sigur. Marokkó er með fullt hús stiga og svo gott sem búið að tryggja sér sæti í Afríkukeppninni næsta sumar.

Gínea 4 - 1 Eþíópía
1-0 Serhou Guirassy ('18)
2-0 Serhou Guirassy ('37)
3-0 Serhou Guirassy ('45+2)
4-0 S. Cisse ('48)
4-1 C. Markneh ('53)

Marokkó 5 - 0 Mið-Afríkulýðveldið
1-0 Abde Ezzalzouli ('18)
2-0 Azzedine Ounahi ('38)
3-0 Achraf Hakimi ('45)
4-0 Azzedine Ounahi ('45+2)
5-0 Soufiane Rahimi (70, víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner