Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 12. nóvember 2019 10:41
Magnús Már Einarsson
Sterling pirraðist þegar Gomez hló - Tók hann hálstaki
Sterling er lykilmaður í enska landsliðinu.
Sterling er lykilmaður í enska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Raheem Sterling verður ekki með enska landsliðinu gegn Svartfjallalandi á fimmtudaginn eftir að hann réðst á Joe Gomez í mötuneyti enska landsliðsins í gær. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, ákvað að Sterling spili ekki leikinn á fimmtudag eftir atvikið.

Gomez og Sterling lenti saman undir lokin í 3-1 sigri Liverpool á Manchester City í fyrrakvöld. Sterling virðist ennþá hafa verið pirraður á tapinu í gær því hann missti þá stjórn á skapi sínu í mötuneyti enska landsliðsins.

Sky Sports segir að nokkrir leikmenn, þar á meðal Gomez, hafi verið hlæjandi þegar Sterling gekk inn í mötuneytið í gær.

„Þú heldur að þú sért stóri maðurinn núna," sagði Sterling við Gomez og við það hlógu leikmennirnir áfram.

Sterling missti þá stjórn á skapi sínu en hann gekk upp að Gomez og reyndi að taka hann hálstaki. Gomez brást illa við en aðrir leikmenn gengu inn á milli til að forðast slagsmál.

Gomez og Sterling ruku báðir út úr mötuneytinu en þeir hittust síðar um daginn fyrir tilstuðlan Jordan Henderson og héldu sáttafund. Sterling baðst afsökunar og leikmennirnir ákváðu að atvikið væri gleymt og grafið.

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, ákvað hins vegar að Sterling spili ekki á fimmtudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner