Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 12. nóvember 2020 22:12
Magnús Már Einarsson
Hannes: Aldrei eins sorgmæddur eftir tap
Icelandair
Hannes fagnar marki í leiknum í kvöld.
Hannes fagnar marki í leiknum í kvöld.
Mynd: Getty Images
„Ég held að ég hafi aldrei verið eins sorgmæddur eftir að hafa tapað fótboltaleik," sagði Hannes Þór Halldórsson í viðtali við Stöð 2 Sport eftir grátlegt 2-1 tap gegn Ungverjum í umspili um sæti á EM á næsta ári.

Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi yfir í fyrri hálfleik en Ungverjar sóttu grimmt í síðari hálfleik og tryggðu sér sigurinn með tveimur mörkum í lokin.

„Maður veit aldrei þegar það er eins marks forystu og legið á okkur. Við höfum oft siglt þannig leikjum heim þannig að ég bjóst ekki við að fá á okkur mark."

„Eftir að skrekkurinn var farinn úr manni eftir byrjunina þá leið mér vel. Þetta var að spilast eins og við viljum og þetta er grátlegt."


Hannes var spurður að því hvort að breytingar verði á landsliðinu eftir þennan leik. „Ég hef ekki hugmynd um það. Það verður að koma í ljós seinna," sagði Hannes við Stöð 2 Sport.
Athugasemdir
banner
banner
banner