Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 12. nóvember 2022 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Valdi Amad fram yfir besta leikmann deildarinnar
Mynd: Getty Images

Amad Diallo var hetja Sunderland í gær þegar liðið vann Birmingham 2-1 en hann kom að báðum mörkunum.


Þessi tvítugi Fílbeinstrendingur er á láni frá Manchester United. Tony Mowbray stjóri Sunderland er í skýjunum með leikmanninn.

„Nú skilur fólk að þessi drengur er með alvöru hæfileika og eigi skilið virðingu. Sú staðreynd að ég valdi Amad fram yfir Patrick Roberts því ég sagði fyrir nokkrum vikum að ég héldi að það væri ekki betri leikmaður í deildinni en Roberts, samt skildi ég hann eftir fyrir Amad í kvöld því hann hefur verið ótrúlegur á æfingum, leikinn með boltann, hraður og ákveðinn," sagði Mowbray.

Diallo hefur skorað þrjú mörk og er með eina stoðsendingu í þrettán leikjum.


Athugasemdir
banner
banner