Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   sun 12. nóvember 2023 23:19
Brynjar Ingi Erluson
Líklegast að Ísland mæti Wales eða Ísrael í umspilinu í mars
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir sigur Kósóvó á Ísrael í undankeppni Evrópumótsins í kvöld er það lang líklegasti möguleikinn að Ísland spili við Ísrael eða Wales í umspilinu í mars.

Milot Rashica skoraði sigurmark Kósóvó gegn Ísrael og er það mark búið að gefa aðeins skýrari mynd á hvernig umspilið mun líta út, í bili að minnsta kosti.

Samkvæmt reiknilíkani Football Rankings eru mestar líkur á því að Ísrael fari í gegnum B-leið umspilsins eftir tap kvöldsins og þá myndi þjóðin mæta Íslandi eða Úkraínu.

Einnig er möguleiki á því að Ísland fari í gegnum A-leiðina en það veltur allt á hvaða lið tryggja sig beint inn á Evrópumótið í lokaleikjum undankeppninnar.

Wales er líklegasti andstæðingur Íslands í A-leið umspilsins, en eins og staðan er núna situr Wales í 2. sæti D-riðils þegar tveir leikir eru eftir.

Undanúrslit umspilsins fer fram 21. mars en Ísland myndi spila stakan leik á útivelli og þá fer úrslitaleikurinn fram fimm dögum síðar og verður þá dregið um heimaleikjarétt.

Ef Ísrael fer ekki beint á lokamótið þá fer það í umspil og myndi það því taka sæti Noregs.


Athugasemdir
banner
banner
banner