Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 12. nóvember 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeild kvenna í dag - Íslendingaslagur í München
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Þriðja umferð í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna fer fram í dag og í kvöld og eru gríðarlega spennandi leikir á dagskrá.

Spænska stórveldið Barcelona tekur á móti St. Pölten frá Austurríki á meðan Juventus og Arsenal eigast við í stórleik.

Juve og Arsenal eru jöfn með þrjú stig eftir tvær umferðir og eru að berjast um annað sætið í algjörum dauðariðli sem inniheldur einnig FC Bayern og Vålerenga.

Bayern tekur á móti Vålerenga í kvöld, þar sem Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur geta tryggt sér fullt hús stiga með sigri.

Þar verður um Íslendingaslag að ræða þar sem Sædís Rún Heiðarsdóttir er á mála hjá Vålerenga, sem er búið að tapa fyrstu tveimur leikjum riðlakeppninnar gegn Arsenal og Juventus.

Sædís Rún er mikilvægur hlekkur í liði Vålerenga og hefur komið að 9 mörkum í 15 deildarleikjum á tímabilinu.

Að lokum tekur enska stórveldið Manchester City á móti Hammarby frá Svíþjóð. Þar má búast við nokkuð þægilegum sigri heimakvenna í Manchester, sem eru með fullt hús stiga eftir sigra gegn Barcelona og St. Pölten í fyrstu tveimur umferðunum.

Hammarby vann gegn St. Pölten í fyrstu umferð en tapaði svo 9-0 á útivelli gegn Barcelona.

Leikir dagsins:
17:45 Juventus - Arsenal
17:45 Barcelona - St. Polten
20:00 Bayern - Valerenga
20:00 Man City - Hammarby
Athugasemdir
banner
banner
banner