„Ég verð oft vonsvikinn með þá leikmenn sem vilja ekki spila með portúgalska landsliðinu," sagði Cristiano Ronaldo, landsleikjahæsti leikmaður í sögunni, í dag. Hann er ekki hrifinn af því að menn gefi ekki kost á sér með landsliðinu. Hann fékk Platinum Quinas viðurkenninguna sem er mesta viðurkenning sem portúgalskur leikmaður getur fengið og tjáði sig um sig sjálfan og portúgalska landsliðið.
„Njótið þess að spila með landsliðinu, tíminn flýgur! Það er ekkert betra en að vera fulltrúi þjóðar þinnar og menningar," segir markaskorarinn.
„Njótið þess að spila með landsliðinu, tíminn flýgur! Það er ekkert betra en að vera fulltrúi þjóðar þinnar og menningar," segir markaskorarinn.
Ronaldo er í landsliðshópnum fyrir leiki Portúgals gegn Póllandi og Króatíu í Þjóðadeildinni á næstu dögum.
Portúgalinn er markahæsti landsliðsmaður sögunnar og hefur stefnt á að skora 1000 mörk á ferlinum. „Ég náð 900 mörkum í síðasta mánuði. Ég get ekki hugsað til langs tíma á þessu stigi ferilsins. Þetta snýst um að lifa í augnablikinu. Ef ég næ 1000 mörkum, þá er það flott, en ef ég geri það ekki, þá er ég þegar orðinn sá markahæsti í sögunni," segir Ronaldo sem hefur trú á því að Portúgal geti gert mjög góða hluti á næsta árum.
Athugasemdir