Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 12. nóvember 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Slegers stýrir Arsenal út nóvember
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Kvennalið Arsenal er búið að gefa það út að Renée Slegers muni þjálfa meistaraflokk þar til síðasta landsleikjahlé ársins í kvennaboltanum líður hjá í byrjun desember.

Slegers tók við sem bráðabirgðaþjálfari Arsenal eftir að lærifaðir hennar Jonas Eidevall sagði upp starfi sínu í kjölfar tveggja tapleikja í röð gegn FC Bayern og Chelsea í október.

Slegers hefur stýrt Arsenal í fjórum leikjum síðan þá. Þremur þeirra lauk með sigri og gerði liðið eitt jafntefli við Manchester United.

Slegers var upprunalega ráðin sem aðstoðarþjálfari Arsenal í september 2023 eftir vonbrigðatímabil með Rosengård í sænska boltanum, en hún tók við því starfi einmitt af Eidevall eftir að hafa starfað sem aðstoðarþjálfari hans.

Það gæti verið aftur uppi á teningunum hjá Arsenal, en Slegers tókst að sigra sænsku deildina fyrstu tvö árin sín við stjórnvölinn hjá Rosengård.

Fjölmiðlar telja þó að Arsenal sé að bíða eftir að geta ráðið Nick Cushing, aðalþjálfara karlaliðs New York City FC í MLS deildinni. Hann er Englendingur sem náði frábærum árangri með kvennaliði Manchester City í enska boltanum áður en hann var ráðinn til New York.

Cushing og lærisveinar hans eru í fullu fjöri í úrslitakeppni MLS deildarinnar þessa dagana þar sem New York City spilar grannaslag við New York Red Bulls í 8-liða úrslitum.
Athugasemdir
banner