Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Lene Terp: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   mið 12. nóvember 2025 21:48
Snæbjört Pálsdóttir
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Kvenaboltinn
Agla María Albertsdóttir fyrirliði Breiðabliks
Agla María Albertsdóttir fyrirliði Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tapaði naumlega 0-1 fyrir Fortuna Hjörring fyrr í kvöld á Kópavogsvelli, í fyrri leik liðanna í 16. liða úrslitum Evrópubikarsins, aðspurð um hvernig Breiðabliksliðið stóð sig í leiknum svaraði Agla María Albertsdóttir fyrirliði Breiðabliks 

„Bara mjög vel, þetta var svona leikur sem hefði getað dottið hvorum megin sem var finnst mér. Við fengum færi, þær fengu færi og skoruðu eitt mark. Bara mjög opinn leikur þannig séð,"


Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  1 Fortuna Hjörring

„Nei mér fannst ekkert koma okkur á óvart, þær skora bara þarna frábært mark, við fengum nokkur færi sem við hefðum vel getað skorað úr. Ég veit ekki alveg hvað ég get sagt við því, þetta var eins og við áttum von á. Mér fannst við bara eiga fullt erindi í þetta lið."

„Ég held að það sé bara lykilatriði að við förum bara þarna út og höldum hreinu og þá þurfum við bara að byrja á því að ná í eitt mark en ég held að þetta sé bara eins og við hefðum þurft að gera í dag, mómentið var svolítið með okkur í byrjun fyrri hálfleiks, þarna strax í byrjun, við hefðum þurft að ná að koma inn marki þá. Ég held að það sé bara það sama í næsta leik. Við þurfum að nýta færin okkar betur og halda hreinu."

„Þetta er vetrardeild úti, þetta ætti nú að vera í lagi. Ég viðurkenni það að það hefði verið sterkt fyrir okkur að ná einhverju úr þessum leik en við höfum spilað á leiðinlegu grasi þannig við hljótum að geta ráðið við það."

„Við þurfum að nýta mómentin betur, mér fannst út á velli við alveg klárlega matcha þær alls staðar þannig bara nýta mómentin sem við fáum og færin betur, þá er okkur allir vegir færir. 

Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner