Trent áfram hjá Real Madrid - Arsenal á eftir Alvarez - Bayern og Liverpool berjast um Diomande
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   mið 12. nóvember 2025 21:48
Snæbjört Pálsdóttir
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Kvenaboltinn
Agla María Albertsdóttir fyrirliði Breiðabliks
Agla María Albertsdóttir fyrirliði Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tapaði naumlega 0-1 fyrir Fortuna Hjörring fyrr í kvöld á Kópavogsvelli, í fyrri leik liðanna í 16. liða úrslitum Evrópubikarsins, aðspurð um hvernig Breiðabliksliðið stóð sig í leiknum svaraði Agla María Albertsdóttir fyrirliði Breiðabliks 

„Bara mjög vel, þetta var svona leikur sem hefði getað dottið hvorum megin sem var finnst mér. Við fengum færi, þær fengu færi og skoruðu eitt mark. Bara mjög opinn leikur þannig séð,"


Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  1 Fortuna Hjörring

„Nei mér fannst ekkert koma okkur á óvart, þær skora bara þarna frábært mark, við fengum nokkur færi sem við hefðum vel getað skorað úr. Ég veit ekki alveg hvað ég get sagt við því, þetta var eins og við áttum von á. Mér fannst við bara eiga fullt erindi í þetta lið."

„Ég held að það sé bara lykilatriði að við förum bara þarna út og höldum hreinu og þá þurfum við bara að byrja á því að ná í eitt mark en ég held að þetta sé bara eins og við hefðum þurft að gera í dag, mómentið var svolítið með okkur í byrjun fyrri hálfleiks, þarna strax í byrjun, við hefðum þurft að ná að koma inn marki þá. Ég held að það sé bara það sama í næsta leik. Við þurfum að nýta færin okkar betur og halda hreinu."

„Þetta er vetrardeild úti, þetta ætti nú að vera í lagi. Ég viðurkenni það að það hefði verið sterkt fyrir okkur að ná einhverju úr þessum leik en við höfum spilað á leiðinlegu grasi þannig við hljótum að geta ráðið við það."

„Við þurfum að nýta mómentin betur, mér fannst út á velli við alveg klárlega matcha þær alls staðar þannig bara nýta mómentin sem við fáum og færin betur, þá er okkur allir vegir færir. 

Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir
banner