Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
   mið 12. nóvember 2025 17:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Breiðabliks: Agla María á bekknum og Herdís Halla í markinu
Kvenaboltinn
Herdís Halla er í markinu.
Herdís Halla er í markinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ása byrjar inn á miðsvæðinu.
Ása byrjar inn á miðsvæðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik tekur á móti dönsku meisturunum í Fortuna Hjörring á Kópavogsvelli í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og er fyrri leikur liðanna í 16-liða úrslitum Evrópubikarsins.

Byrjunarlið liðanna hafa verið gerð opinber og gerir Nik Chamberlain tvær breytingar á sínu liði frá síðasta Evrópuleik. Í hans síðasta heimaleik sem þjálfari Breiðabliks byrjar Heiðdís Halla Guðbjartsdóttir í markinu og Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir kemur inn á miðsvæðið í stað fyrirliðans Öglu Maríu Albertsdóttur.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  0 Fortuna Hjörring

Heiða Ragney Viðarsdóttir er með fyrirliðabandið.

Byrjunarlið Breiðabliks
1. Herdís Halla Guðbjartsdóttir (m)
5. Samantha Rose Smith
8. Heiða Ragney Viðarsdóttir (f)
11. Andrea Rut Bjarnadóttir
14. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir
17. Karitas Tómasdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
22. Heiðdís Lillýardóttir
23. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
27. Barbára Sól Gísladóttir
28. Birta Georgsdóttir
Athugasemdir
banner
banner