Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
   mið 12. nóvember 2025 14:29
Elvar Geir Magnússon
Bakú
Hannes í drottningarviðtali í Bakú
Hannes er eini íslenski leikmaðurinn sem spilað hefur í asersku deildinni.
Hannes er eini íslenski leikmaðurinn sem spilað hefur í asersku deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Það var þétt setið í fréttamannaherberginu á Neftci vellinum í Bakú í dag þar sem Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari og Hákon Arnar Haraldsson fyrirliði sátu fyrir svörum.

Aserskir fjölmiðlamenn sýna íslenska liðinu talsverðan áhuga og spurningum rigndi á þá Arnar og Hákon.

Í leikskrá leiksins er svo kynning á íslenska liðinu og íslenskum fótbolta í heild sinni.

Þá má í blaðinu finna viðtal við Hannes Þór Halldórsson, fyrrum landsliðsmarkvörð Íslands. Hannes er eini Íslendingurinn sem leikið hefur í deildarkeppninni í Aserbaísjan en hann var hjá Qarabag 2018.

Í viðtalinu segir Hannes að erfiður leikur bíði íslenska liðsins enda allt annað að mæta Aserum á þeirra heimavelli. Hann segist hugsa hlýlega til þess tíma sem hann var í Bakú og óskar Qarabag áframhaldandi velgengni.

Ísland þarf sigur í Bakú til að vera öruggt með úrslitaleik gegn Úkraínu í lokaumferðinni á sunnudaginn, um sæti í umspilinu. Ef Úkraína tapar gegn Frakklandi mun Íslandi þá nægja jafntefli í þeim leik.
Athugasemdir
banner