Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
banner
   mið 12. nóvember 2025 19:40
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeild kvenna: Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Evrópumeisturunum
Kvenaboltinn
Glódís Perla skoraði sigurmarkið í svakalegum leik
Glódís Perla skoraði sigurmarkið í svakalegum leik
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Putellas skoraði fyrir Börsunga
Putellas skoraði fyrir Börsunga
Mynd: Barcelona
Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir var hetja Bayern München í mögnuðum 3-2 endurkomusigri á Evrópumeisturum Arsenal í 3. umferð í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Ekki var útlit fyrir að Bayern myndi ná í hagstæð úrslit miðað við byrjunina á leiknum,

Vörnin Bayern var í alls konar vandræðum. Emily Fox skoraði á 5. mínútu eftir hræðilega vörslu Mariu Grohs, markvarðar Bayern, út í teiginn á Fox sem skallaði boltanum í netið.

Það liðu ekki margar mínútur þangað til önnur mistökin hjá Bayern komu. Stine Ballisager, liðsfélagi Glódísar í vörninni, reyndi að spila sig úr vítateignum en tapaði boltanum áður en Mariona Caldentey skoraði með flottu skoti.

Staðan 2-0 fyrir Arsenal í hálfleik en í þeim síðari átti Bayern einhverja svakalegustu endurkomu ársins.

Hin 18 ára gamla Alara Sihitler minnkaði muninn á 67. mínútu og þrettán mínútum síðar jafnaði Pernille Harder metin eftir undirbúning Klöru Buhl sem var að leggja upp annað mark sitt í leiknum.

Á 86. mínútu var það síðan Glódís sem sá um að sækja öll þrjú stigin fyrir Bayern er hún teygði sig á eftir fyrirgjöf Buhl og laumaði boltanum í netið.

Ótrúleg endurkoma hjá Bayern sem var að vinna annan leik sinn í deildarkeppninni og er því með 6 stig en ríkjandi meistarar Arsenal með aðeins 3 stig.

Stórlið Barcelona vann þá öruggan 3-0 sigur á Leuven á Spáni.

Alexia Putellas skoraði úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks og var annað markið sjálfsmark gestanna. Miðvörðurinn Irene Paredes gulltryggði sigur Börsunga þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir og er Barcelona áfram með fullt hús stiga á toppnum.

Barcelona W 3 - 0 Oud-Heverlee W
1-0 Alexia Putellas ('45, víti )
2-0 Kim Evaraerts ('56, sjálfsmark )
3-0 Irene Paredes ('67 )

Bayern W 3 - 2 Arsenal W
0-1 Emily Fox ('5 )
0-2 Mariona Caldentey ('23 )
1-2 Alara Sehitler ('67 )
2-2 Pernille Harder ('80 )
3-2 Glódís Perla Viggósdóttir ('86 )
Athugasemdir