Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
banner
   mið 12. nóvember 2025 21:59
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeild kvenna: Man Utd áfram með fullt hús stiga
Kvenaboltinn
Fridolina Rolfö fagnar sigurmarki sínu gegn PSG
Fridolina Rolfö fagnar sigurmarki sínu gegn PSG
Mynd: EPA
Amanda var allan tímann á bekknum hjá Twente
Amanda var allan tímann á bekknum hjá Twente
Mynd: Twente
Manchester United er áfram með fullt hús stiga í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir að hafa unnið Paris Saint-Germain, 2-1, í 3. umferð keppninnar í kvöld.

Franska landsliðskonan Melvine Malard kom United á bragðið á 31. mínútu en hin spænska Olga Carmona jafnaði undir lok fyrri hálfleiksins.

Fridolina Rolfö, sem kom til United frá Spánarmeisturum Barcelona í sumar, gerði sigurmarkið þegar rúmur hálftími var til leiksloka og tryggði United þriðja sigurinn í röð.

Man Utd er með fullt hús stiga eða níu stig eftir þrjá leiki en PSG án stiga.

Juventus lagði Atlético Madríd að velli, 2-1, á Spáni. Emma Godo og markamaskínan Barbara Bonansea skoruðu mörk ítalska liðsins sem er með 6 stig í 7. sæti. Atlético er með 3 stig í 10. sæti.

Amanda Andradóttir var ónotaður varamaður hjá Twente sem gerði 1-1 jafntefli við Benfica í Portúgal.

Twente er í 13. sæti með 2 stig en Benfica aðeins eitt stig.

Úrslit og markaskorarar:

Atlético 1 - 2 Juventus
1-0 Amaiur Sarriegi ('39 )
1-1 Emma Godo ('45 )
1-2 Barbara Bonansea ('56 )

Man Utd 2 - 1 PSG
1-0 Melvine Malard ('31 )
1-1 Olga Carmona ('45 )
2-1 Fridolina Rolfö ('58 )

Benfica 1 - 1 Twente
1-0 Christina Martin-Prieto Gutierrez ('62 )
1-1 Lynn Groenewegen ('69 )
Athugasemdir
banner
banner