Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   fim 12. desember 2024 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Unglingalandsliðsmaðurinn Theodór Ingi framlengir við Fylki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Theodór Ingi Óskarsson hefur framlengt samning sinn við Fylki út árið 2027. Fyrri samningur Theodórs hefði runnið út eftir næsta tímabil.

Hann er mikið efni, átján ára sóknarmaður sem fékk eldskírn sína með meistaraflokki Fylkis á þessu ári Theodór skoraði fjögur mörk í 22 leikjum, þar af tvö mörk í Bestu deildinni.

Hann er U19 landsliðsmaður og spilaði þrjá leiki með liðinu á árinu. Áður hafði hann spilað tvo leiki fyrir U15 landsliðið.

„Þessi bráðefnilegi sóknarmaður sem fagnar 19 ára afmæli sínu í næsta mánuði er sannarlega framtíðarleikmaður sem verður mjög spennandi að fylgjast með," segir í tilkynningu Fylkis.

Fylkir féll úr Bestu deildinni í haust og verður því í Lengjudeildinni á næsta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner