mán 13. janúar 2020 14:42
Elvar Geir Magnússon
Mancini sendi meiddum Zaniolo skilaboð - Ég bíð eftir þér
Nicolo Zaniolo heldur um andlitið.
Nicolo Zaniolo heldur um andlitið.
Mynd: Getty Images
Móðir Nicolo Zaniolo þakkar fyrir þann stuðning sem sonur hennar hefur fengið eftir að hann hlaut erfið meiðsli í tapi Roma gegn Juventus í gær.

Hún segir að Zaniolo hafi verið algjörlega niðurbrotinn í gær en sé farinn að „gantast og hlæja" í dag.

Þessi tvítugi leikmaður fór af velli á börum, hann reif liðþófa í hné og spilar ekki meira á tímabilinu. Allar líkur eru á því að hann missi af EM 2020 en á síðasta ári lék hann fimm landsleiki fyrir Ítalíu og skoraði tvö mörk.

„Hann hefur fengið svo mikla hvatningu í gegnum skilaboðin sem hann hefur fengið," segir Francesca Costa, móðir Zaniolo.

Hún segir að hjartnæmustu skilaboðin hafi komið frá Roberto Mancini, landsliðsþjálfara: „Ég mun bíða eftir þér".

Zaniolo fer í aðgerð í dag. „Hann vill vera með á EM 2020 og mun reyna allt til að það takist en hann veit að líkurnar eru ekki miklar," segir mamman.
Athugasemdir
banner
banner
banner