Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 13. janúar 2021 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Abramovich vill fá inn Avram Grant til að aðstoða Lampard
Avram Grant.
Avram Grant.
Mynd: Getty Images
Roman Abramovich, eigandi Chelsea, er að íhuga það að fá Avram Grant, fyrrum knattstpyrnustjóra Chelsea, aftur til félagsins.

Þetta kemur fram í grein Sky Sports.

Abramovich vill fá Grant inn til að aðstoða núverandi knattspyrnustjóra, Frank Lampard. Abramovic telur víst að reynsla Grant geti hjálpað Lampard og starfsteymi hans mikið.

Grant er 65 ára gamall og frá Ísrael. Hann stýrði Chelsea frá 2007 til 2008 þar sem hann kom liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, en tap var niðurstaðan þar gegn Manchester United. Hann hefur einnig stýrt Portsmouth og West Ham á Englandi.

Lampard er ekki reynslumikill stjóri en Chelsea hefur aðeins unnið einn af síðustu sex deildarleikjum sínum, og situr í í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Grant studdi nýlega við bakið á Lampard í gegnum samfélagsmiðilinn Instagram.


Athugasemdir
banner
banner
banner