Antonio Conte, stjóri Napoli, hefur greint frá því að Khvicha Kvaratskhelia vilji fara frá félaginu.
Kvaratskhelia er 23 ára og hefur verið einn besti sóknarmaður Evrópu undanfarin ár. Hann hefur verið mjög eftirsóttur og telur að það sé rétti tíminn að fara núna.
Conte tjáði fjölmiðlum um helgina að Kvaratskhelia hafi beðið um sölu. Þar talaði Conte um að hann væri svekktur en svekkelsið var ekki út í leikmanninn sjálfann.
„Ég vil koma einu á framfæri, ég talaði um mitt eigið svekkelsi, ekki gagnvart leikmanninum eða félaginu. Ég hef ekki náð að hafa áhrif á hann á síðustu sex mánuðum. Ég er ekki svekktur út í Kvaratskhelia eða félagið," sagði Conte.
„Ég tek alltaf ábyrgð á mínum gjörðum. Ég hélt að ég hefði getað haft áhrif. Ég hef séð fyrirsagnir á borð við 'Conte er svekktur út í Kvara', það er ekki þannig. Ég vil ekki taka neitt af honum, hann er góður maður, allir verða að ákveða sín örlög. Kannski var ég of hrokafullur að halda að ég gætii haft meiri áhrif."