Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 13. janúar 2025 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ódýrari kostur en Isak
Liam Delap.
Liam Delap.
Mynd: Getty Images
Alexander Isak, sóknarmaður Newcastle, er eflaust efstur á óskalista Arsenal ef horft er í sóknarmenn.

Og liðið þarf sóknarmann, það er alveg ljóst.

Arsenal tapaði gegn Manchester United í FA-bikarnum í gær og ef liðið ætlar sér að gera eitthvað það sem eftir lifir tímabils, þá þarf félagið að styrkja sig í janúarglugganum.

En það er líklega ómögulegt fyrir Lundúnafélagið að fá Isak frá Newcastle í janúar. Gary Lineker, fyrrum landsliðsmaður Englands, hefur lagt það til að félagið reyni að fá Liam Delap frá Ipswich.

„Þegar sóknarmenn eru búnir að sanna sig, þá geturðu ekki fengið þá. Það er mikið spunnið í Delap," segir Lineker.

Delap var keyptur til Ipswich síðasta sumar og hefur leikið vel á tímabilinu. Hann er klárlega ódýrari kostur en Isak.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner