Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 13. janúar 2025 23:50
Ívan Guðjón Baldursson
Wayne Hennessey aftur til Nottingham Forest (Staðfest)
Hennessey á 109 landsleiki að baki fyrir Wales en hefur ekki spilað keppnisleik síðan 2023.
Hennessey á 109 landsleiki að baki fyrir Wales en hefur ekki spilað keppnisleik síðan 2023.
Mynd: Getty Images
Nuno Espírito Santo þjálfari Nottingham Forest hefur staðfest komu Wayne Hennessey til félagsins.

Hennessey er 37 ára gamall og var hjá Nottingham Forest frá 2022 til 2024 þegar samningur hans endaði. Hann spilaði 9 leiki fyrir félagið á þessum tíma en lenti svo í slæmum meiðslum á hásin undir lok síðustu leiktíðar. Hann hefur verið samningslaus síðan en er núna kominn aftur í herbúðir félagsins út tímabilið.

Hennessey verður þriðji markvörður hjá Forest eftir Matz Sels sem hefur verið frábær á tímabilinu og Carlos Miguel sem er varamarkvörður liðsins.

„Því miður lenti Wayne í alvarlegum meiðslum undir lok síðustu leiktíðar sem var erfitt fyrir alla á æfingasvæðinu. Hann er búinn að jafna sig og við erum glaðir með að fá hann aftur til félagsins," sagði Espírito Santo.

„Hann er mikilvægur partur af Nottingham Forest og sérstaklega markvarða samfélaginu hérna sem er lítið og samheldið. Við erum hæstánægðir með að hann hafi skrifað undir samning og hlakkar til að nýta þekkingu hans og reynslu út tímabilið. Hann er frábær fyrirmynd með virkilega góð vinnubrögð sem smita frá sér."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner