Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 13. febrúar 2021 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leyfðu Man Utd að skora í kjölfarið í óíþróttamannslegu marki
Mynd: Getty Images
Manchester United vann 4-2 sigur á nágrönnum sínum í Manchester City þegar U18 lið félagsins áttust við í dag.

Charlie McNeil, sem var eitt sinn á mála hjá Man City, skoraði öll fjögur mörk United í leiknum.

Það átti sér stað nokkuð furðulegt atvik í fyrri hálfleiknum þegar Man City minnkaði muninn í 2-1. Leikmaður City kastaði þá boltanum aftur til Man Utd eftir að Rauðu djölfarnir höfðu sett boltann í innkast vegna meiðsla hjá leikmanni andstæðinga sinna.

Leikmaður Man Utd ætlaði að leyfa boltanum að fara út af en þá kom leikmaður City og stal boltanum. Hann fór svo og minnkaði muninn í 2-1.

City leyfði þó United að skora í kjölfarið þar sem þetta þótti ekki mjög íþróttamannslegt.

Myndband af þessu má sjá með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner