Alonso, Neto, Eze, Greenwood, Ramaj, Alli, Son og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 13. febrúar 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Takefusa Kubo framlengir við Sociedad (Staðfest)
Mynd: EPA

Takefusa Kubo hefur framlengt samning sinn við Real Sociedad til ársins 2029.


Þessi 22 ára gamli japanski landsliðsmaður hefur verið orðaður við mörg stórlið en ljóst er að félögin þurfi að punga út háum fjárhæðum ætli þau sér að fá hann í sínar raðir.

Manchester City, Manchester United, Liverpool og Arsenal hafa verið orðuð við leikmanninn.

Kubo gekk til liðs við Real Sociedad frá Real Madrid árið 2022 en hann hefur leikið 71 leik fyrir félagið og skorað 15 mörk. Hann gekk til liðs við Real Madrid frá FC Tokyo árið 2019 en náði ekki að spila leik fyrir félagið og var mikið á láni frá spænska stórliðinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner