Steven Lennon hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir magnaðan feril hér á Íslandi. Hann er 36 ára og er einn besti leikmaður sem hefur spilað í efstu deild hér á landi og er hann í dag markahæsti erlendi leikmaður í sögu efstu deildar.
Lennon ólst upp í akademíu Rangers í Skotlandi en kom hingað til lands árið 2011 til að spila með Fram. Hér festi hann rætur en hann spilaði lengst af með FH og varð algjör goðsögn hjá félaginu.
Lennon ólst upp í akademíu Rangers í Skotlandi en kom hingað til lands árið 2011 til að spila með Fram. Hér festi hann rætur en hann spilaði lengst af með FH og varð algjör goðsögn hjá félaginu.
Þessi skemmtilegi Skoti kom í dag í heimsókn á skrifstofu Fótbolta.net þar sem hann fór yfir ferilinn og næstu skref.
Hér má sjá tímabilin hjá Lennon í myndum og tölum.
2011 - Á sínu fyrsta tímabili hér á landi skoraði hann 5 mörk 12 leikjum í Pepsi-deildinni, efstu deild. Hann var lykilmaður í þvi að Fram bjargaði sér frá falli á ævintýralegan hátt.
2012 - Hann skoraði fimm mörk í þrettán leikjum í efstu deild og tvö mörk í þremur bikarleikjum fyrir Fram sem endaði í 10. sæti. Lennon fótbrotnaði á tímabilinu eftir tæklingu frá Jóni Jónssyni.
2013 - Lennon skoraði 4 mörk í 15 leikjum fyrir Fram í deild og bikar. Hann hjálpaði Fram að komast í bikarúrslitaleikinn.
2013 - Hann tók hinsvega ekki þátt í bikarúrslitaleiknum sjálfum þar sem hann fór um mitt sumar til Sandnes Ulf í Noregi.
2014 - Lennon skoraði sex mörk í tíu deildarleikjum á fyrsta tímabili sínu hjá FH en liðið tapaði gegn Stjörnunni í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Lennon skoraði mark FH í 1-2 tapi í þeim leik.
2015 - Lennon skoraði 9 mörk í 18 leikjum þegar FH varð Íslandsmeistari. Hann skoraði 3 mörk í 3 bikarleikjum. Á myndinni er hann í félagsskap Sam Hewson og Sam Tillen.
2017 - Hann skoraði eitt mark í fjórum bikarleikjum en FH komst í úrslitaleikinn á Laugardalsvelli þar sem 1-0 tap gegn ÍBV var niðurstaðan.
2019 - Í bikarnum skoraði hann 5 mörk í 4 leikjum á leið í úrslitaleikinn, þar sem FH tapaði 1-0 gegn Víkingi.
2020 - Skoraði 17 mörk í 18 leikjum áður en keppni var stöðvuð vegna Covid faraldursins. FH endaði í öðru sæti. Í bikarnum skoraði hann 2 mörk í 3 leikjum en FH var komið í undanúrslit þegar keppni var hætt og ekkert lið varð beikarmeistari þetta árið.
2023 - Síðasta tímabil hans sem leikmaður FH. Hann skoraði 2 mörk í 11 leikjum áður en hann gekk í raðir Þróttar um mitt sumar.
Athugasemdir