Senegalski framherjinn Nicolas Jackson verður frá keppni fram í apríl samkvæmt heimildum Telegraph.
Jackson meiddist á dögunum og er komið í ljós að hann þarf að hvíla næstu vikurnar. Þetta þýðir að Chelsea er án náttúrulegs framherja fyrir útileik gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni á föstudag.
Liðin mættust í Brighton um síðustu helgi þegar Brighton hafði betur í enska bikarnum og nú fær Chelsea tækifæri til að hefna sín. Þetta er mikilvægur leikur fyrir bæði lið í Evrópubaráttunni, þar sem Chelsea er í Meistaradeildarsæti sem stendur en hefur aðeins sigrað tvo af síðustu átta leikjum sínum í deildinni.
Christopher Nkunku leiddi sóknarlínu Chelsea í tapinu gegn Brighton um síðustu helgi þar sem Marc Guiu er einnig fjarverandi vegna meiðsla.
Jackson missir af mikilvægum leikjum gegn Brighton, Aston Villa og Arsenal meðal annars á mikilvægum kafla tímabilsins.
Athugasemdir