Kerfisbreyting hjá Man Utd? - Nunez var nálægt Sádi - Stórlið vilja Dean Huijsen - Ratcliffe að reka fleiri?
   fim 13. febrúar 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Þrjár uppaldar skrifa undir hjá FHL
Mynd: FHL
Þrjár ungar og uppaldar fótboltastelpur voru að skrifa undir samninga við FHL sem mun leika í Bestu deildinni í ár eftir að hafa sigrað Lengjudeildina með miklum yfirburðum í fyrra.

Sóldís Tinna Eiríksdóttir er reyndust þessara þriggja leikmanna en hún er fædd 2005 og hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað 44 meistaraflokksleiki samkvæmt vefsíðu KSÍ.

Áslaug María Þórðardóttir, fædd 2006, er einnig búin að skrifa undir eftir að hafa spilað 12 meistaraflokksleiki á ferlinum og að lokum samdi Margrét Lilja Skarphéðinsdóttir, fædd 2007, einnig við uppeldisfélagið.

Margrét Lilja er með fimm meistaraflokksleiki að baki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner