Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   þri 13. apríl 2021 19:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ótrúlegar mínútur: „Takk tréverk" og Choupo-Moting skoraði aftur
Fyrri hálfleikur leiks PSG og Bayern Munchen hefur verið mjög fjörugur. Staðan er 0-1 fyrir Bayern og var það Eric Maxim Choupo-Moting sem skoraði eina mark leiksins til þessa.

Nú er hálfleikur í seinni leik einvígisins og er PSG á leið áfram ef staðan helst óbreytt.

Markið skoraði Choupo-Moting á 40. mínútu en skömmu áður hafði Neymar átt bæði skot í slána og stöngina. Stjórnandi Twitter-reikningins FC Bayern Munchen þakkaði tréverkinu fyrir eftir skot Neymars í stöngina.

Choupo-Moting er fyrrum leikmaður PSG en hann hefur einnig leikið með Stoke og Schalke á ferlinum. Hann skoraði einnig í fyrri leik liðanna. Hann var frekari í boltann inn á vítateignum og vann einvígi við Presnel Kimpembe og kom boltanum í netið.

Smelltu hér til að sjá sláarskot Neymar

Smelltu hér til að sjá stangarskot Neymar

Smelltu hér til að sjá mark Bayern

Twitter:







Athugasemdir
banner