Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
   mið 13. apríl 2022 14:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óli Jóh: Líst ágætlega á okkar stöðu
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, ætlar ekki að fá inn fleiri leikmenn fyrir lok gluggans og segir þá að allir leikmenn séu heilir fyrir fyrstu umferð Bestu deildarinnar.

FH-ingar unnu Lengjubikarinn á dögunum eftir spennandi úrslitaleik gegn Víkingum en liðin mætast einmitt í fyrstu umferð Bestu deildarinnar.

Hann segir að nú sé verið að leggja lokahönd á undirbúninginn fyrir tímabilið áður en liðið spilar við Víking á mánudag.

„Heyrðu mér líst ágætlega á okkar stöðu. Við erum að leggja lokahönd á okkar undirbúning á þetta mót og gengið nokkuð vel, við verðum klárir í fyrsta leik."

„Nei, við erum heilir. Það eru allir heilir eins og staðan er í dag, 7, 9, 13," sagði Ólafur við Fótbolta.net.

FH-ingar spila í Kaplakrika í annarri umferð og verður völlurinn klár að hans sögn.

„Mér finnst það líklegt. Ég sá hann í morgun og hann leit mjög vel út þannig mér finnst líklegt að hann verði klár."

Ólafur lék í auglýsingu Bestu deildarinnar og fór með stórleik eins og kollegar hans í deildinni.

„Það var lítið mál. Mér fannst hún heppnast ágætlega, bara fín auglýsing," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner