Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, ætlar ekki að fá inn fleiri leikmenn fyrir lok gluggans og segir þá að allir leikmenn séu heilir fyrir fyrstu umferð Bestu deildarinnar.
FH-ingar unnu Lengjubikarinn á dögunum eftir spennandi úrslitaleik gegn Víkingum en liðin mætast einmitt í fyrstu umferð Bestu deildarinnar.
Hann segir að nú sé verið að leggja lokahönd á undirbúninginn fyrir tímabilið áður en liðið spilar við Víking á mánudag.
„Heyrðu mér líst ágætlega á okkar stöðu. Við erum að leggja lokahönd á okkar undirbúning á þetta mót og gengið nokkuð vel, við verðum klárir í fyrsta leik."
„Nei, við erum heilir. Það eru allir heilir eins og staðan er í dag, 7, 9, 13," sagði Ólafur við Fótbolta.net.
FH-ingar spila í Kaplakrika í annarri umferð og verður völlurinn klár að hans sögn.
„Mér finnst það líklegt. Ég sá hann í morgun og hann leit mjög vel út þannig mér finnst líklegt að hann verði klár."
Ólafur lék í auglýsingu Bestu deildarinnar og fór með stórleik eins og kollegar hans í deildinni.
„Það var lítið mál. Mér fannst hún heppnast ágætlega, bara fín auglýsing," sagði hann í lokin.
Athugasemdir