Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
banner
   lau 13. apríl 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Ekki víst hvort Martial verði meira með á leiktíðinni
Mynd: EPA
Franski sóknarmaðurinn Anthony Martial er enn á meiðslalista Manchester United og er algerlega óvíst hvort hann verði meira með á tímabilinu.

Martial hefur aðeins skorað tvö mörk í 19 leikjum á tímabilinu en í heildina hefur hann spilað rúmlega 600 mínútur.

Hann hefur verið að ganga í gegnum erfið meiðsli og er enn í endurhæfingu vegna þeirra.

Samningur hans rennur út eftir tímabilið og er ekki enn vitað hvort hann fái tækifæri til að kveðja.

„Anthony er mættur á völlinn en ég veit ekki hvort hann verður klár á þessu tímabili. Hann er enn með læknateyminu,“ sagði Ten Hag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner