Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
   lau 13. apríl 2024 00:16
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikar kvenna: Fjögurra marka jafntefli í Úlfarsárdal
Fram gerði jafntefli við FHL
Fram gerði jafntefli við FHL
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fram 2 - 2 FHL
0-1 Samantha Rose Smith ('4 )
1-1 Alda Ólafsdóttir ('8 )
1-2 Emma Hawkins ('42 )
2-2 Murielle Tiernan ('69 )

Fram og Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir gerðu 2-2 jafntefli í B-deild Lengjubikars kvenna á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í kvöld.

FHL komst tvisvar yfir í leiknum. Samantha Rose Smith skoraði á 4. mínútu en markamaskínan Alda Ólafsdóttir svaraði fjórum mínútum síðar með góðu marki.

Emma Hawkins kom FHL aftur í forystu undir lok fyrri hálfleiks en Framarar svöruðu þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir með marki Murielle Tiernan.

Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur því 2-2. Fram er með 8 stig í 5. sæti en FHL í 7. sæti með 5 stig.
Lengjubikar kvenna - B-deild
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Afturelding 7 4 2 1 22 - 7 +15 14
2.    Grindavík 7 3 2 2 16 - 17 -1 11
3.    ÍA 7 2 4 1 12 - 10 +2 10
4.    HK 7 3 1 3 11 - 10 +1 10
5.    ÍR 7 3 0 4 10 - 14 -4 9
6.    Fram 7 2 2 3 18 - 21 -3 8
7.    FHL 7 2 2 3 12 - 17 -5 8
8.    Grótta 7 1 3 3 10 - 15 -5 6
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner