Inter Miami vill De Bruyne - Al-Nassr hefur áhuga á Díaz - Everton blandar sér í baráttu um Delap
   sun 13. apríl 2025 14:03
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Algjörlega óraunhæft að taka upp marklínutækni hér á landi
Stjarnan skoraði draugamark gegn FH.
Stjarnan skoraði draugamark gegn FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Eins og staðan er í dag er enginn möguleiki á því að við séum að fara að fá marklínutækni," segir Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum Fótbolti.net.

Umræða skapaðist um að taka upp marklínutækni í kjölfarið á umdeldu marki sem Stjarnan skoraði gegn FH í fyrstu umferð Bestu deildarinnar. Ekki er hægt að fullyrða eftir sjónvarpsupptökum hvort boltinn hafi allur verið kominn inn eða ekki.

Marklínutæknin er ekki í mörgum deildum í Evrópu enda er kostnaðurinn við hana gríðarlegur. Til að mynda er hún ekki í spænsku deildinni, La Liga, þar sem forráðamenn deildarinnar telja að kostnaðurinn sé of mikill.

„Ég fór aðeins að skoða þetta og það verður að segjast eins og er, það er algjörlega óraunhæft að taka upp marklínutækni í Bestu deildinni í dag," segir Elvar.

„Að setja þetta upp á hvern völl kostar 35 milljónir og hver leikur í framkvæmd með þessu kerfi kostar 600 þúsund krónur. Það þarf fjórtán myndavélar og þetta er bara byggt fyrir leikvanga. Það er ekki séns að það sé að koma marklínutækni."


Útvarpsþátturinn - Nýr formaður KR og meðbyrinn í Vesturbænum
Athugasemdir
banner
banner