Fyrra mark Stjörnunnar, draugamark Örvars Eggertssonar, hefur verið mikið í umræðunni þessa vikuna enda ómögulegt að segja með fullri vissu hvort að markið hefði átt að standa; hvort að allur boltinn hafi verið kominn yfir línuna á marki FH. Það breytir því ekki að Gylfi Már Sigurðsson, aðstoðardómari í leiknum, sá boltann inni og út frá því var markið gott og gilt.
Fótbolti.net rædd við Davíð Þór Viðarsson, yfirmann fótboltamála hjá FH, í gær. Hann er með óbragð í munninum eftir leikinn. FH-ingar töldu sig líka eiga að fá vítaspyrnu í leiknum. Davíð kallar eftir marklínutækni í Bestu deildina.
Fótbolti.net rædd við Davíð Þór Viðarsson, yfirmann fótboltamála hjá FH, í gær. Hann er með óbragð í munninum eftir leikinn. FH-ingar töldu sig líka eiga að fá vítaspyrnu í leiknum. Davíð kallar eftir marklínutækni í Bestu deildina.
„Það er smá óbragð í munninum eftir síðasta leik, en það fylgir þessum blessaða fótbolta," sagði Davíð í gær.
„Ég held að það mikilvægasta í þessum tækninýjungum sé að fá marklínutæknina inn í Bestu deildina. VAR, engin spurning að það sé framtíðin, en ég held að það sé bara alltof dýrt fyrir íslenska boltann á þessum tímapunkti. Fyrsta skref, að fá marklínutækni, væri frábært. Þá væri allavega ekki ennþá verið að tala um þetta atvik, það er alveg á hreinu."
Ánægja með hópinn og styttist í tvo leikmenn
„Við erum sáttir með þann hóp sem við erum með, ánægðir með að hafa fengið (Ahmad) Faqa," segir Davíð en FH krækti í miðvörðinn Faqa á láni frá AIK í síðustu viku.
Þeir Bjarni Guðjón Brynjólfsson og Kristján Flóki Finnbogason voru ekki með gegn Stjörnunni. Hvernig er staðan á þeim?
„Staðan á þeim er bara ágæt, þeir geta tekið þátt í einhverjum hluta æfinganna, en ekki komnir á fullt skrið. Það er aðeins styttra í Flóka, kannski 1-2 vikur í hann og svo 3-4 vikur í Bjarna Guðjón," sagði Davíð.
Athugasemdir