Vestri tekur á móti FH í 2. umferð Bestu deildar karla á Kerecis-vellinum á Ísafirði klukkan 14:00 í dag og eru byrjunarliðin komin í hús.
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, er með óbreytt lið frá 1-1 jafnteflinu gegn Val í fyrstu umferðinni.
Hann er þá með tvo efnilega stráka á bekknum þá Marinó Steinar Hagbarðsson og Albert Inga Jóhannsson á bekknum en báðir eru fæddir árið 2009.
Heimir Guðjónsson gerir eina breytingu á liði FH. Markaskorari liðsins gegn Stjörnunni, Dagur Traustason, kemur inn í liðið í stað Sigurðar Bjarts Hallssonar.
Dagur kom inn af bekknum í fyrstu umferðinni og skoraði eina mark liðsins í 2-1 tapinu á Samsung-vellinum.
Byrjunarlið Vestra:
12. Guy Smit (m)
2. Morten Ohlsen Hansen (f)
3. Anton Kralj
4. Fatai Gbadamosi
7. Vladimir Tufegdzic
8. Daði Berg Jónsson
10. Diego Montiel
28. Jeppe Pedersen
32. Eiður Aron Sigurbjörnsson
40. Gustav Kjeldsen
77. Sergine Fall
Byrjunarlið FH:
13. Mathias Rosenörn (m)
2. Birkir Valur Jónsson
6. Grétar Snær Gunnarsson
7. Kjartan Kári Halldórsson
11. Bragi Karl Bjarkason
18. Einar Karl Ingvarsson
21. Böðvar Böðvarsson (f)
23. Tómas Orri Róbertsson
27. Jóhann Ægir Arnarsson
36. Dagur Traustason
37. Baldur Kári Helgason
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 2 | 2 | 0 | 0 | 6 - 0 | +6 | 6 |
2. Stjarnan | 2 | 2 | 0 | 0 | 4 - 2 | +2 | 6 |
3. Vestri | 2 | 1 | 1 | 0 | 2 - 1 | +1 | 4 |
4. Fram | 2 | 1 | 0 | 1 | 4 - 3 | +1 | 3 |
5. Breiðablik | 2 | 1 | 0 | 1 | 4 - 4 | 0 | 3 |
6. ÍA | 2 | 1 | 0 | 1 | 2 - 2 | 0 | 3 |
7. KR | 2 | 0 | 2 | 0 | 5 - 5 | 0 | 2 |
8. Valur | 2 | 0 | 2 | 0 | 4 - 4 | 0 | 2 |
9. Afturelding | 2 | 0 | 1 | 1 | 0 - 2 | -2 | 1 |
10. ÍBV | 2 | 0 | 1 | 1 | 0 - 2 | -2 | 1 |
11. KA | 2 | 0 | 1 | 1 | 2 - 6 | -4 | 1 |
12. FH | 2 | 0 | 0 | 2 | 1 - 3 | -2 | 0 |
Athugasemdir