FH tapaði gegn Vestra í Bestu deildinni í dag. Fótbolti.net ræddi við Heimi Guðjónsson, þjálfara FH, eftir leikinn.
Lestu um leikinn: Vestri 1 - 0 FH
„Við vorum næst bestir í dag en byrjuðum reyndar fínt. Við áttum möguleika en svo tók Vestri yfir og við fengum á okkur klaufalegt mark. Það er erfitt að spila þegar þú lendir undir á móti Vestra, þeir spila þéttan og sterkan varnarleik," sagði Heimir.
Margir sterkir leikmenn liðsins eru ekki tilbúnir að spila heilan leik. Kristján Flóki Finnbogason og Björn Daníel Sverrisson voru sem dæmi meðal varamanna.
„Liðið er fullmannað. Það er þannig að þegar þeir ætla að spila þá verða þeir að vera klárir að spila 90 mínútur. Það eru leikmenn í mínu liði sem eru ekki klárir í það og þá er betra að þeir komi af bekknum," sagði Heimir.
FH hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í deildinni.
„Við þurfum að standa saman og halda áfram, það er lítið búið af þessu. Við þurfum að sleikja sárin og standa saman og halda áfram," sagði Heimir.
Athugasemdir