Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   sun 13. apríl 2025 13:01
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Retegui og Pasalic komu Atalanta aftur á sigurbraut
Mateo Retegui skoraði 23. deildarmark sitt á tímabilinu
Mateo Retegui skoraði 23. deildarmark sitt á tímabilinu
Mynd: EPA
Atalanta 2 - 0 Bologna
1-0 Mateo Retegui ('3 )
2-0 Mario Pasalic ('21 )

Atalanta er komið aftur á sigurbraut í Seríu A á Ítalíu eftir að hafa unnið Bologna, 2-0, í Bergamó í dag.

Atalanta-menn höfðu tapað síðustu þremur deildarleikjum sínum og var því bráðnauðsynleg þörf á að komast aftur á sigurbraut fyrir lokasprettinn í Meistaradeildarbaráttunni.

Ítalski landsliðsmaðurinn skoraði fyrir Atalanta strax á 3. mínútu leiksins og gerði um leið 23. mark sitt í deildinni á tímabilinu eftir sendingu frá Raoul Bellanova áður en Mario Pasalic gerði seinna markið eftir sendingu Retegui.

Dan Ndoye komst nálægt því að minnka muninn stuttu síðar en Marco Carnesecchi rétt náði að blaka boltanum í stöng.

Carnesecchi átti tvær góðar vörslur til viðbótar í þeim síðari frá Ndoye og Benjamin Dominguez og hjálpaði Atalanta-mönnum að knýja fram sigurinn.

Atalanta er áfram í 3. sæti með 61 stig en Bologna í 5. sæti með 57 stig þegar sex umferðir eru eftir.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atalanta 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Bologna 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Cagliari 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Como 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Cremonese 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Fiorentina 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Genoa 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Inter 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Juventus 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Lazio 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Lecce 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Milan 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Napoli 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Parma 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Pisa 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Roma 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sassuolo 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Torino 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Empoli 38 6 13 19 33 59 -26 31
19 Venezia 38 5 14 19 32 56 -24 29
19 Udinese 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Verona 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Monza 38 3 9 26 28 69 -41 18
Athugasemdir
banner
banner