Jökull Andrésson markvörður Aftureldingar var sáttur með stigið í dag þegar þeir gerðu 0-0 jafntefli við ÍBV.
Lestu um leikinn: Afturelding 0 - 0 ÍBV
„Við getum bara verið sáttir með það. Ég hefði persónulega viljað vinna þennan leik. Þetta var okkar leikur til að vinna en ég er gríðarlega sáttur persónulega og fyrir vörnina að halda hreinu laki. Það er eitthvað sem við þurfum að byggja á og nú bara þurfum við að fara dæla inn mörkunum."
Jökull átti eina mjög góða vörslu þegar Alex Freyr átti frábært skot sem var á leiðinni inn. Það var munurinn í dag milli þess að Afturelding tapaði ekki leiknum.
„Þetta er ástæðan fyrir því að ég er inná. Það er til að hjálpa liðinu mínu í þessum aðstæðum og vonandi er ég að fara hjálpa liðinu mínu eins mikið og ég get í framtíðinni."
Axel Óskar Andrésson leikmaður Aftureldingar og bróðir Jökuls fékk vont höfuðhögg í uppbótartíma seinni hálfleiksins og þurfti að fara af velli.
„Ég held hann sé kominn með skurð á hausinn. Hann er að fara upp á slysó núna, ég ætla að drífa mig í sturtu og fara að kíkja á hann. Djöfulsins skepna maður, hann þarf ekki alltaf að gera þetta en svona er hann bara og það er ástæðan af hverju ég elska hann. Við sjáum bara hvernig þetta er þegar ég kíki upp á slysó eftir smá."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.