Man Utd reynir við Mbeumo - Arsenal og City hafa áhuga á Rodrygo - Real Madrid horfir til leikmanna í ensku deildinni
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
Viktor Jóns: Alltaf spurningin um að ná þessu fyrsta marki inn
„Ég hlakka til að sjá hverjir eru tilbúnir að hlaupa úr sér lungun og berjast fyrir KA."
Jón Þór: Erum 'on the road again'
Láki: Vorum alltof lengi í gang og vorum linir
Davíð Smári: Erum að koma nánast frá Grænlandi
Aldís Guðlaugs: Liðsandinn gæti ekki verið betri
„Hún er markmaður númer eitt á Íslandi í dag“
„Við eigum að skammast okkar“
Anna María: Kannski dagsform á liðum sem sker úr um leikina
Elísa Viðars: Mér fannst margt ekki alveg í lagi í okkar leik
Óli Kristjáns: Fer ekki í sögubækurnar sem einhver kampavínsfótbolti
Freyja Karín: Ákveðin drauma byrjun
Donni: Finnst við alltaf eiga séns og ég er stoltur af því
McAusland um páskafríið: Fjölskyldan miklu mikilvægari
Alli Jói: Ég bjóst ekki við að ÍR myndi vinna þennan leik
Aida Kardovic: Það er sorglegt að sjá okkur tapa fjórum leikjum í röð
   sun 13. apríl 2025 20:24
Haraldur Örn Haraldsson
Jökull um bróður sinn: Djöfulsins skepna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jökull Andrésson markvörður Aftureldingar var sáttur með stigið í dag þegar þeir gerðu 0-0 jafntefli við ÍBV.


Lestu um leikinn: Afturelding 0 -  0 ÍBV

„Við getum bara verið sáttir með það. Ég hefði persónulega viljað vinna þennan leik. Þetta var okkar leikur til að vinna en ég er gríðarlega sáttur persónulega og fyrir vörnina að halda hreinu laki. Það er eitthvað sem við þurfum að byggja á og nú bara þurfum við að fara dæla inn mörkunum."

Jökull átti eina mjög góða vörslu þegar Alex Freyr átti frábært skot sem var á leiðinni inn. Það var munurinn í dag milli þess að Afturelding tapaði ekki leiknum.

„Þetta er ástæðan fyrir því að ég er inná. Það er til að hjálpa liðinu mínu í þessum aðstæðum og vonandi er ég að fara hjálpa liðinu mínu eins mikið og ég get í framtíðinni."

Axel Óskar Andrésson leikmaður Aftureldingar og bróðir Jökuls fékk vont höfuðhögg í uppbótartíma seinni hálfleiksins og þurfti að fara af velli.

„Ég held hann sé kominn með skurð á hausinn. Hann er að fara upp á slysó núna, ég ætla að drífa mig í sturtu og fara að kíkja á hann. Djöfulsins skepna maður, hann þarf ekki alltaf að gera þetta en svona er hann bara og það er ástæðan af hverju ég elska hann. Við sjáum bara hvernig þetta er þegar ég kíki upp á slysó eftir smá."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner