Inter Miami vill De Bruyne - Al-Nassr hefur áhuga á Díaz - Everton blandar sér í baráttu um Delap
   sun 13. apríl 2025 14:16
Brynjar Ingi Erluson
Tekur við Sevilla í fjórða sinn (Staðfest)
Mynd: EPA
Spænska félagið Sevilla hefur tilkynnt um ráðningu nýs þjálfara en það fær kunnuglegt andlit aftur í brúna. Joaquin Caparros tekur við liðinu í fjórða sinn á þjálfaraferli sínum.

Í morgun var greint frá brottrekstri Garcia Pimienta eftir að liðið tapaði fjórða leiknum í röð.

Sevilla þurfti ekki mikinn tíma til að finna arftaka hans og tilkynnti nú rétt í þessu ráðningu Caparros.

Caparros er maðurinn sem kom Sevilla aftur upp í La Liga árið 2001 og er sá sem lagði grunninn að góðum árangri félagsins næstu árin á eftir.

Hann gaf mönnum á borð við Jose Antonio Reyes, Sergio Ramos, Carlos Marchena og fleirum tækifærið og fékk þá Dani Alves, Julio Baptista, Adriano og Renato til félagsins.

Caparros yfirgaf félagið árið 2005 en tók tvisvar við sem bráðabirgðaþjálfari árin 2018 og 2019.

Síðast stýrði hann landsliði Armeníu og var valinn þjálfari ársins tvö ár í röð.

Nú er hann mættur í fjórða sinn til Sevilla og gerir samning út leiktíðina.

Sevilla er í 14. sæti með 36 stig og ekki útlit fyrir að liðið komist í Evrópukeppni á næsta tímabili.


Athugasemdir
banner