Þriðja umferð Pepsi Max-deildarinnar einkenndist af jafnteflum. Fótbolti.net heldur uppteknum hætti og gerir upp hverja umferð með því að halda sérstakt lokahóf eftir hverja umferð!
Lokahófið er á léttu nótunum en við erum alltaf tilbúin að taka við kvörtunum í gegnum tölvupóst!
Lokahófið er á léttu nótunum en við erum alltaf tilbúin að taka við kvörtunum í gegnum tölvupóst!
Leikur umferðarinnar: FH-KA. Ótrúlega skemmtilegur leikur, nóg af mörkum og góðri spilamennsku. Léleg frammistaða dómarans skyggði á hversu góður knattspyrnuleikur fór fram í Krikanum. Allt sem góður knattspyrnuleikur þarf.
EKKI lið umferðarinnar:
Aðra umferðina í röð er Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals, þjálfari EKKI liðsins og aftur eiga Valsmenn þrjá leikmenn í liðinu. Það voru margir sem gerðu tilkall í liðið að þessu sinni.
Kaldar kveðjur umferðarinnar: Ólafur Ingi Skúlason fyrirliði Fylkis sendi kaldar kveðjur til dómara leiks KR og Fylkis, Helga Mikaels Jónassonar í viðtali við Stöð2 Sport eftir leik. Ólafur Ingi fannst Helgi dæma leikinn heilt yfir illa og nefndi til að mynda að hann hafi einnig dæmt leiki liðanna á undirbúningstímabilinu og gaf Ólafur Ingi honum ekki háa einkunn fyrir þá frammistöðu einnig.
Kulda meiðsli umferðarinnar: HK-ingarnir, Bjarni Gunnarsson og Arnþór Ari Atlason fóru báðir af velli meiddir snemma leiks í leik Stjörnunnar og HK sem fór fram í kuldanum í Garðabæ á föstudaginn. Báðir tognuðu þeir aftan í læri og gætu misst af næstu leikjum HK. HK-ingar eru auðvitað vanir að æfa og spila innandyra og spurning hvort kuldinn hafi sett strik í reikninginn hjá þeim félögum.
Kuldaskræfur umferðarinnar: Sóknarmenn KR, Tobias Thomsen og Björgvin Stefánsson léku báðir í síðbuxum innanundir stuttbuxurnar. Þá voru þeir einnig í langermabol innan undir treyjuna.
Samvinna umferðarinnar: Eftir að Gary Martin minnkaði muninn í 2-1 í leik Vals og ÍA brutust út smá læti inn í marki Skagamanna þar sem Árni Snær endaði í marknetinu. Í kjölfarið losnaði netið frá þverslánni. Þá kom Þórður Þorsteinn Þórðarson varamaður ÍA til bjargar og hoppaði upp í slánna og reyndi að krækja netið aftur við slánna. Hann fékk síðan hjálp frá vallarstarfsmanni sem hélt á honum meðan hann kláraði að gera við markið.
Eftirherma umferðarinnar: Víðir Þorvarðarson leikmaður ÍBV skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu. Síðar í leiknum tók Aron Jóhannsson leikmaður Grindavíkur aukaspyrnu á nánast sama stað og skoraði einnig. Hann sagði í viðtali eftir leikinn að hann hafi séð hvernig Víðiir gerði þetta og ákvað að gera eins.
Atvik umferðarinnar: Meiðsli Sigurjóns Rúnarssonar leikmanns Grindavíkur. „Ég sá hann standandi á öxlunum þegar hann lenti en sá aldrei hausinn. Það var eins og hann væri ofan í jörðinni," sagði leikmaður Grindavíkur í spjalli við blaðamann eftir leikinn. Gera þurfti dágóða pásu á leiknum á meðan beðið var eftir sjúkrabíl. Betur fór en á horfðist hjá Sigurjóni.
Met í uppbótartíma: Þrjú mörk voru skoruð í uppbótartíma í fyrri hálfleik í leik ÍBV og Grindavíkur vegna meiðsla Sigurjóns. Ekki kom það þó af góðu en áhugavert met engu að síður. Uppbótartíminn var 23 mínútur.
Sjá einnig:
Lið 3. umferðar
3. umferð Pepsi Max var svo krufin í íslenska Innkastinu með fréttamönnum #Fotboltinet - @EgillSi segir frá því af hverju hann gaf dómara 3 í einkunn.https://t.co/Bo8oWjqsHv
-- Fótbolti.net (@Fotboltinet) May 13, 2019
Athugasemdir