Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 13. maí 2022 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Stærsta tap Arsenal í 39 ár
Mynd: EPA
Tottenham Hotspur vann sögulegan 3-0 sigur á Arsenal í Norður-Lundúnaslagnum í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Harry Kane skoraði tvívegis í fyrri hálfleik áður en Son Heung-Min gerði þriðja markið í byrjun síðari hálfleiks.

Þetta var stærsta tap Arsenal í þessum nágrannaslag í 39 ár eða síðan 1983 er Tottenham vann 5-0 stórsigur.

Þá hefur Tottenham unnið síðustu þrjá heimaleiki sína gegn Arsenal en það er í fyrsta sinn sem það hefur gerst síðan 1961.

Tottenham er í baráttu við Arsenal um síðasta Meistaradeildarsætið en liðið er einu stigi eftir á þeim rauðklæddu þegar tvær umferðir eru eftir.


Athugasemdir
banner
banner
banner