Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
banner
   fim 13. júní 2024 22:46
Ívan Guðjón Baldursson
3. deild: Kári skoraði fimm til að koma sér á toppinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það fóru þrír leikir fram í 3. deildinni í kvöld þar sem Kári vann sinn þriðja deildarleik í röð til að hirða toppsætið af Augnabliki.

Kári tók á móti ÍH og komst í tveggja marka forystu snemma leiks með mörkum frá Hektori Bergmanni Garðarssyni og Þóri Llorens Þórðarsyni.

Sigurjón Logi Bergþórsson setti þriðja mark Kára í upphafi síðari hálfleiks en þá tókst gestunum frá Hafnarfirði að minnka muninn aftur niður í tvö mörk.

Sigurjón Logi var þó ekki hættur því hann jók forystu Kára á ný með marki á 65. mínútu, áður en gestirnir minnkuðu muninn. Staðan hélst 4-2 allt þar til í uppbótartíma, þegar Kolbeinn Tumi Sveinsson skoraði eftir að hafa komið inn af bekknum skömmu áður. Lokatölur urðu því 5-2 fyrir Kára, sem er kominn með 16 stig eftir 7 fyrstu umferðirnar.

ÍH situr eftir í neðri hluta deildarinnar með 6 stig.

Elliði vann þá útileik gegn Hvíta riddaranum nokkuð þægilega eftir að hafa komist í tveggja marka forystu snemma leiks. Pétur Óskarsson, Jóhann Andri Kristjánsson og Guðmundur Andri Ólason sáu um markaskorunina í 0-3 sigri.

Elliði er um miðja deild með 10 stig eftir þennan sigur en Riddarinn situr eftir með 6 stig.

Að lokum hafði KFK betur eftir dramatíska viðureign gegn Vængjum Júpíters á Fjölnisvelli.

Stefán Ómar Magnússon skoraði tvennu snemma leiks til að koma KFK í tveggja marka forystu en Rafael Máni Þrastarson svaraði fyrir Vængina með tvennu í síðari hálfleik.

Rafael Máni jafnaði leikinn á 80. mínútu en það dugði ekki til vegna þess að Bóas Heimisson skoraði sigurmarkið fyrir gestina úr Kópavogi átta mínútum síðar.

Lokatölur urðu 2-3 og eru þetta afar dýrmæt stig fyrir KFK í fallbaráttunni. Liðið hafði tapað fjórum deildarleikjum í röð fyrir sigur kvöldsins.

KFK er með 9 stig á meðan Vængir Júpíters sitja í fallsæti með 4 stig.

Kári 5 - 2 ÍH
1-0 Hektor Bergmann Garðarsson ('11 )
2-0 Þór Llorens Þórðarson ('12 )
3-0 Sigurjón Logi Bergþórsson ('51 )
3-1 Dagur Óli Grétarsson ('55 )
4-1 Sigurjón Logi Bergþórsson ('65 )
4-2 Bergþór Snær Gunnarsson ('76 )
5-2 Kolbeinn Tumi Sveinsson ('92 )

Hvíti riddarinn 1 - 3 Elliði
0-1 Pétur Óskarsson ('9 )
0-2 Jóhann Andri Kristjánsson ('11 )
0-3 Guðmundur Andri Ólason ('81 )
1-3 Alexander Aron Tómasson ('83 )
Rautt spjald: Þórður Ingi Ingimundarson , Elliði ('77)

Vængir Júpiters 2 - 3 KFK
0-1 Stefán Ómar Magnússon ('12 )
0-2 Stefán Ómar Magnússon ('17 )
1-2 Rafael Máni Þrastarson ('64 )
2-2 Rafael Máni Þrastarson ('80 )
2-3 Bóas Heimisson ('88 )
Athugasemdir
banner
banner