Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 03. júlí 2025 23:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hrannar Snær fagnaði í anda Diogo Jota
Mynd: EPA
Afturelding gerði jafntefli við Breiðablik í Bestu deildinni í kvöld. Hrannar Snær Magnússon kom liðinu inn í leikinn þegar hann minnkaði muninn í 2-1 undir lok fyrri hálfleiks.

Fótboltaheimurinn syrgir Diogo Jota og Andre Silva bróður hans í dag sem léstust í bílslysi á Spáni í nótt.

Hrannar Snær heiðraði minningu Jota þegar hann skoraði. Hann tók fagn sem Jota er hvað þekktastur fyrir að taka.

Benjamin Stokke, fyrrum leikmaður Breiðabliks, tryggði síðan Aftureldingu stig þegar hann skoraði í upphafi seinni hálfleiks.

Úrslitin þýða að Afturelding er í 7. sæti með 18 stig, stigi á eftir Vestra og Fram. Breiðablik er í 2. sæti með 27 stig, tveimur stigum á eftir Víkingum.


Athugasemdir