
Máni Berg Ellertsson hefur fengið félagaskipti frá Kára til Grindavíkur og má taka þátt í nágrannaslag Grindavíkur gegn Njarðvík í kvöld. Máni Berg hefur skrifað undir samning við Grindavík sem gildir út tímabilið 2027.
Máni Berg er miðjumaður sem uppalinn er hjá ÍA. Hann er fæddur árið 2007 og skipti yfir í Kára fyrir síðasta tímabil. Þess má geta að hann er einnig ansi öflugur badmintonspilari.
Máni Berg er miðjumaður sem uppalinn er hjá ÍA. Hann er fæddur árið 2007 og skipti yfir í Kára fyrir síðasta tímabil. Þess má geta að hann er einnig ansi öflugur badmintonspilari.
Þar sem hann er samningslaus og á 2. flokks aldri þá má hann fá félagaskipti jafnvel þó að glugginn sé lokaður.
Það fjölgar því Skagamönnum í leikmannahópi Grindavíkur. Fyrir voru þeir Árni Salvar Heimisson, Ármann Ingi Finnbogason, Ingi Þór Sigurðsson og Breki Þór Hermannsson - sem allir eru á láni frá ÍA.
Grindavík er með ellefu stig eftir níu leiki, ellefu stigum minna en Njarðvík sem er í 2. sæti. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:15 og fer fram á Stakkavíkurvelli í Grindavík.
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍR | 10 | 6 | 4 | 0 | 18 - 5 | +13 | 22 |
2. Njarðvík | 10 | 5 | 5 | 0 | 24 - 10 | +14 | 20 |
3. HK | 10 | 5 | 3 | 2 | 19 - 11 | +8 | 18 |
4. Þór | 10 | 5 | 2 | 3 | 25 - 17 | +8 | 17 |
5. Þróttur R. | 10 | 4 | 3 | 3 | 18 - 17 | +1 | 15 |
6. Völsungur | 10 | 4 | 1 | 5 | 16 - 23 | -7 | 13 |
7. Keflavík | 9 | 3 | 3 | 3 | 16 - 12 | +4 | 12 |
8. Grindavík | 9 | 3 | 2 | 4 | 23 - 25 | -2 | 11 |
9. Fylkir | 10 | 2 | 4 | 4 | 14 - 15 | -1 | 10 |
10. Leiknir R. | 10 | 2 | 3 | 5 | 12 - 24 | -12 | 9 |
11. Selfoss | 10 | 2 | 1 | 7 | 8 - 21 | -13 | 7 |
12. Fjölnir | 10 | 1 | 3 | 6 | 11 - 24 | -13 | 6 |
Athugasemdir