Thomas Partey, fyrrum miðjumaður Arsenal, hefur verið ákærður af lögreglunni á Bretlandseyjum fyrir nauðganir og kynferðisbrot.
Það var árið 2022 þar sem Partey var fyrst ásakaður um kynferðisbrot af tveimur konum. Lögreglan í London handtók Partey en sleppti honum gegn lausnargjaldi.
Það var árið 2022 þar sem Partey var fyrst ásakaður um kynferðisbrot af tveimur konum. Lögreglan í London handtók Partey en sleppti honum gegn lausnargjaldi.
Síðan hefur lítið verið að frétta í þessu máli og Partey spilað reglulega með Arsenal þangað til samningur hans við félagið rann út fyrir nokkrum dögum síðan.
Núna hefur lögreglan á Bretlandi svo gefið út að Partey verði kærður fyrir fimm nauðganir og eina árás af kynferðislegum toga.
Partey hefur líka verið nafngreindur af lögreglunni núna en það var ekki áður gert enda eru sterk lög um slíkt á Bretlandi.
Athugasemdir