Brynjólfur Andersen Willumsson gat ekki beðið um betri byrjun á undirbúningstímabilinu en hann skoraði fernu í risastórum sigri Groningen í æfingaleik gegn Bedum.
Framherjinn fékk takmarkaðan mínútufjölda með Groningen á síðustu leiktíð og er nú staðráðinn í að fá stærra hlutverk fyrir næsta tímabil.
Fyrsti æfingaleikur undirbúningstímabilsins var í dag gegn hollenska neðri deildarliðinu Bedum.
Brynjólfur gerði sér lítið fyrir og skoraði fjögur mörk í 13-1 sigri Groningen.
Hann kom inn af bekknum í hálfleik í stöðunni 7-0. Fyrsta markið hans var einkar glæsilegt en hann vippaði þá boltanum yfir markvörð Bedum og í netið. Annað var með föstu skoti neðst í fjærhornið en hin tvö af stuttu færi.
Glæsileg byrjun hjá honum og leyfum við fyrsta markinu að fylgja með en það má sjá hér fyrir neðan.
50’ Subtiel Binni! ????
— FC Groningen (@fcgroningen) July 2, 2025
Willumsson chipt de bal fraai over de doelman van Bedum; 0-9.
(0-9)#BEDGRO pic.twitter.com/R14f1fJ7jA
Athugasemdir