
Slúðurpakki dagsins er í boði Powerade og það er BBC sem tekur það helsta í slúðrinu saman.
Newcastle hefur hækkað sig upp í 55 milljónir punda í nýjasta tilboði sínu í Anthony Elanga (23) vængmann Nottingham Forest og eru við það að ná samkomulagi við Forest. (Mail)
Real Madrid og Xabi Alonso eru sammála um Rodrygo (24) sé til sölu ef rétt tilboð berst. Arsenal er orðað við Brassann. (Athletic)
Fenerbahce hefur boðið 15 milljónir evra í Marco Asensio (29) leikmann PSG. AC Milan og Villarreal hafa einnig áhuga. (L'Equipe)
Brentford neitar að lækka verðmiðann á Bryan Mbeumo (25), félagið vill fá að minnsta kosti 63 milljónir puna fyrir Kamerúnann sem Man Utd vill mjög fá í sínar raðir. (Standard)
Como er að fá þýska kantmanninn Nicolas Kuhn (25) í sínar raðir frá Celtic. (Sky Sports)
Rangers er við það að fá norska miðjumanninn Thelo Aasgaard (23) í sínar raðir frá Luton. (Daily Record)
Tottenham og Chelsea eru bæði á eftir Kees Smit (19) miðjumanni AZ. (TBR)
Al-Nassr gæti reynt að fá Gabriel Martinelli (24) vængmann Arsenal þar sem erfiðlega gengur að landa Luis Diaz (28) frá Liverpool. (GiveMeSport)
Denzel Dumfries (29) hjá Inter er með 21,5 milljóna punda riftunarákvæði í samningi sínum sem gildir næstu tvær vikurnar eða svo. Einungis félög utan Ítalíu geta nýtt þetta ákvæði. (Calciomercato)
Antonio Silva (21) hefur hafnað Al-Hilal en það er áfram búist við því að hann fari frá Benfica. (A Bola)
Arsenal hefur misst Mehmet Ali, U21 liðs þjálfarann, til Brentford. (Football London)
Leverkusen er að fá Malik Tillman (23) á 30 milljónir punda frá PSV. Horft er á Tillman sem arftaka Florian Wirtz sem fór til Liverpool. (Sky í Þýskalandi)
Athugasemdir