Liverpool í lykilstöðu til að fá Rodrygo frá Real Madrid - Brentford hafnaði fyrsta tilboði Newcastle í Wissa
   fim 03. júlí 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
3. deild: Tvær tvennur í öruggum sigri Hvíta riddarans
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Hvíti riddarinn 5 - 1 Árbær
0-1 Kormákur Tumi Einarsson ('2 )
1-1 Hilmar Þór Sólbergsson ('18 )
2-1 Aron Daði Ásbjörnsson ('36 )
3-1 Guðbjörn Smári Birgisson ('38 )
4-1 Hilmar Þór Sólbergsson ('69 )
5-1 Guðbjörn Smári Birgisson ('90 )

Hvíti riddarinn kom sér aftur á sigurbraut í 3. deild karla með því að vinna öruggan 5-1 sigur á Árbæ í gær.

Liðið hafði farið í gegnum fjóra deildarleiki án sigurs og var því sigurinn í gær kærkominn.

Árbæingar fengu draumabyrjun er Kormákur Tumi Einarsson kom liðinu í forystu á 2. mínútu en Hvíti riddarinn tók við sér eftir það og skoraði þrjú mörk á næsta hálftímanum.

Hilmar Þór Sólbergsson, Aron Daði Ásbjörnsson og Guðbjörn Smári Birgisson skoruðu þrjú mörk á tuttugu mínútum áður en þeir Hilmar og Guðbjörn bættu við tveimur í þeim síðari.

Góður sigur hjá Hvíta riddaranum sem er í öðru sæti með 22 stig, tveimur stigum frá toppnum, en Árbær í 6. sæti með 15 stig.
3. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Augnablik 13 8 4 1 26 - 14 +12 28
2.    Magni 13 8 2 3 26 - 17 +9 26
3.    Hvíti riddarinn 13 8 1 4 36 - 22 +14 25
4.    Reynir S. 13 6 4 3 29 - 28 +1 22
5.    KV 13 6 3 4 41 - 29 +12 21
6.    Tindastóll 13 5 2 6 30 - 23 +7 17
7.    Árbær 13 4 4 5 31 - 34 -3 16
8.    Sindri 14 4 4 6 23 - 28 -5 16
9.    KFK 14 4 3 7 19 - 29 -10 15
10.    Ýmir 13 3 5 5 18 - 19 -1 14
11.    KF 13 3 5 5 17 - 18 -1 14
12.    ÍH 13 1 1 11 22 - 57 -35 4
Athugasemdir
banner