Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 03. júlí 2025 13:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Adam Páls spáir í 11. umferð Lengjudeildarinnar
Adam Ægir Pálsson.
Adam Ægir Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rífur Siggi sig úr að ofan?
Rífur Siggi sig úr að ofan?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Þór með the Joe show?
Jóhann Þór með the Joe show?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ellefta umferð Lengjudeildarinnar verður spiluð á næstu þremur dögum; þrír leikir í kvöld, tveir annað kvöld og einn síðdegis á laugardag.

Adam Ægir Pálsson, leikmaður Vals, er spámaður umferðarinnar. Hann fylgir á eftir Arnari Laufdal sem var með tvo leiki rétta í síðustu umferð.

Þór 4 - 1 Þróttur (fimmtudagur, 18:00)
Þetta verður erfiður leikur fyrir Þróttarana mína því Siggi Höskulds er að búa til einhverja skepnu þarna fyrir norðan og þeir vinna þetta 4-1 og Siggi rífur sig úr að ofan eftir leik. En Villi Kaldal setur eitt sárabótamark með volley.

Keflavík 3 - 1 Selfoss (fimmtudagur, 19:15)
Þetta verður easy hjá mínum mönnum í Kef, 3-1. Ætli Fransi setji ekki 2 í dag og tekur kollhnís, Kári Sigfusion setur eitt og fagnar á Auto um helgina.

Grindavík 1 - 2 Njarðvík (fimmtudagur, 19:15)
Þetta verður 2-1 sigur Njarðvíkur. Þeir verða með 80% ball possession því Gunnar Heiðar er að smíða helvíti sexy lið þarna.

Fylkir 2 - 1 ÍR (föstudagur, 19:15)
Held þetta sé leikurinn sem Fylkir snýr þessu við og vinna 2-1 með mörkum frá Ragnari Braga og Wöhlernum og þeir taka einhvern dans saman eftir leik.

Leiknir 1 - 1 Fjölnir (föstudagur, 19:15)
Þetta verður gamla góða jafnteflið, stál i stál. Axel Freyr setur eina þrumu.

HK 3 - 0 Völsungur (laugardagur, 16:00)
Þetta verður the Joe show, hann setur þrennu og HK vinnur þetta 3-0 easy.

Fyrri spámenn:
Hrafnkell Freyr (4 réttir)
Júlíus Mar (4 réttir)
Elmar Atli (3 réttir)
Bjarki Björn (3 réttir)
Arnar Laufdal (2 réttir)
Ásgeir Marteins (2 réttir)
Sævar Atli (2 réttir)
Guðjón Pétur (1 réttur)
Oliver Heiðars (1 réttur)
Elmar Kári (1 réttur)
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 10 6 4 0 18 - 5 +13 22
2.    Njarðvík 10 5 5 0 24 - 10 +14 20
3.    HK 10 5 3 2 19 - 11 +8 18
4.    Þór 10 5 2 3 25 - 17 +8 17
5.    Þróttur R. 10 4 3 3 18 - 17 +1 15
6.    Völsungur 10 4 1 5 16 - 23 -7 13
7.    Keflavík 9 3 3 3 16 - 12 +4 12
8.    Grindavík 9 3 2 4 23 - 25 -2 11
9.    Fylkir 10 2 4 4 14 - 15 -1 10
10.    Leiknir R. 10 2 3 5 12 - 24 -12 9
11.    Selfoss 10 2 1 7 8 - 21 -13 7
12.    Fjölnir 10 1 3 6 11 - 24 -13 6
Athugasemdir
banner
banner