Enska úrvalsdeildarfélagið Brighton hefur samið við franska miðvörðinn Olivier Boscagli en hann kemur á frjálsri sölu eftir að samningur hans við PSV rann út á dögunum.
Þessi 27 ára gamli varnarmaður spilaði 30 leiki er PSV varð hollenskur meistari á síðasta tímabili.
Hann hefur verið á mála hjá PSV frá 2019 eftir að hafa hafið meistaraflokksferil sinn með Nice í Frakklandi.
Í heildina spilaði hann 204 leiki með PSV, bæði sem miðvörður og sem vinstri bakvörður.
Brighton reyndi að fá Boscagli til félagsins síðasta sumar en PSV hafnaði tilboðinu, en hann ákvað því að sitja út samninginn og ganga í raðir félagsins frítt í sumar.
Félagið staðfesti komu hans á samfélagsmiðlum í dag en samningur kappans er til fimm ára.
We are delighted to confirm the signing of defender Olivier Boscagli on a five-year contract, subject to #PL and FA approval. ???? pic.twitter.com/3Fw9LMdJBY
— Brighton & Hove Albion (@OfficialBHAFC) July 2, 2025
Athugasemdir