Veggur í viðræðum Man Utd um Mbeumo - Chelsea vill Rogers - Ekitike og Isak sápuóperan heldur áfram
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
Sigurður Pétur: Tindastóll klárlega draumaandstæðingur
Jón Arnar: Ætli ég hafi ekki bara sprungið?
Veigar Páll: Við erum einu skrefi nær Laugardalsvelli
Arnar Grétars: Lið sem á að vera að keppa um að fara upp
Ekroth: Eitthvað sem við höfum rætt og erum sammála um
Sölvi Geir: Ef ég fæ að ráða þá fer hann ekkert annað
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
   fös 04. júlí 2025 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
Icelandair
EM KVK 2025
Agla María Albertsdóttir.
Agla María Albertsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Agla María eftir síðasta leikinn á EM 2022.
Agla María eftir síðasta leikinn á EM 2022.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mjög súrt að hafa tapað þeim leik en í svona móti má maður ekki dvelja of lengi við svona tapleik. Þá er maður svolítið dæmdur til að tapa næsta leik. Við vorum fljótar að leggja það aftur fyrir okkur og einblína á næsta leik sem er á móti Sviss," sagði Agla María Albertsdóttir, landsliðskona, við Fótbolta.net í Thun í Sviss í dag.

Íslenska liðið byrjaði mótið á því að tapa 1-0 gegn Finnlandi en næsti leikur er á sunnudag gegn Sviss.

Agla María kom inn af bekknum í fyrsta leiknum á móti Finnlandi stuttu áður en liðið missti mann af velli með rautt spjald.

„Mér fannst alveg fínt að koma inn í leikinn. Það getur oft verið krefjandi að koma inn í leiki þegar það er hátt tempó. Auðvitað tekur smá tíma að komast inn í þetta en svo fannst mér við finna fín svæði í seinni hálfleiknum. Heilt yfir var þetta gaman, það er gaman að spila á stórmóti."

Þetta er bara geðveikt
Viðtölin í dag voru tekin við hótel landsliðsins en umhverfið þar í kring er svakalega flott. Agla María er á sínu þriðja stórmóti og segir hún að þetta sé það flottasta sem hún hafi upplifað á slíku móti.

„Þetta er bara geðveikt. Ég held að við gætum ekki beðið um betra umhverfi," sagði Agla María. „Þetta er eins og best er á kosið. Það væsir ekki um okkur hérna. Við höfum það mjög gott."

Það besta sem þú hefur upplifað?

„Mér finnst það, besta umhverfið. Mér finnst það líka mikill kostur að við erum allan tímann hérna. Við erum ekki að gista neins staðar annars staðar. Það er ekki langt að keyra á æfingar eða í leiki. Þetta er besta umhverfið," sagði Agla María.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan þar sem Agla María ræðir frekar um leikinn gegn Finnlandi og næstu tvo leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner