Þýskaland 2 - 0 Pólland
1-0 Jule Brand ('52)
2-0 Lea Schüller ('66)
1-0 Jule Brand ('52)
2-0 Lea Schüller ('66)
Þýskaland spilaði við Pólland í fyrstu umferð á Evrópumóti kvenna og var staðan markalaus í leikhlé í þessum nágrannaslag.
Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn þar sem bæði lið fengu tækifæri til að skora, en þær þýsku fengu betri færi.
Jule Brand tók forystuna eftir sjö mínútur af síðari hálfleik og átti svo stoðsendingu á Lea Schüller stundarfjórðungi síðar.
Þær pólsku áttu engin svör gegn sterku liði Þjóðverja svo lokatölur urðu 2-0, þægilegur sigur fyrir Þýskaland.
Þýskaland deilir toppsæti riðilsins með Svíþjóð eftir fyrstu umferð.
Athugasemdir