„Það eru engin orð til sem geta linað þessar þjáningar. Ég mun alltaf muna eftir brosinu þínu og félagsskapnum innan sem utan vallar. Ég sendi allan minn styrk til fjölskyldu þinnar, hann verður alltaf hjá ykkur, sérstaklega hjá eiginkonu sinni og börnunum þremur. Megið þið hvíla í friði Diogo og Andre."
Þessi orð skrifaði Darwin Nunez, liðsfélagi Diogo Jota hjá Liverpool, á samfélagsmiðla. Jota og bróðir hans lentu í bílslysi á Spáni og létust báðir en þessar skelfilegu fréttir bárust í morgun.
Fótboltaheimurinn er í sorg. Það verður mínútu þögn fyrir leik portúgalska kvennalandsliðsins sem mætir Spáni á EM í kvöld. Jota lék 49 landsleiki fyrir Portúgal.
Þessi orð skrifaði Darwin Nunez, liðsfélagi Diogo Jota hjá Liverpool, á samfélagsmiðla. Jota og bróðir hans lentu í bílslysi á Spáni og létust báðir en þessar skelfilegu fréttir bárust í morgun.
Fótboltaheimurinn er í sorg. Það verður mínútu þögn fyrir leik portúgalska kvennalandsliðsins sem mætir Spáni á EM í kvöld. Jota lék 49 landsleiki fyrir Portúgal.
Athugasemdir