Liverpool í lykilstöðu til að fá Rodrygo frá Real Madrid - Brentford hafnaði fyrsta tilboði Newcastle í Wissa
Jói B: Þeir sem eru með ÍR tattú verða að vera í ÍR
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
   mið 02. júlí 2025 18:51
Elvar Geir Magnússon
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
Icelandair
EM KVK 2025
Cecilía Rán Rúnarsdóttir.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir.
Mynd: EPA
„Ótrúlega mikill heiður að fá að spila fyrir Íslands hönd á stórmóti en aftur á móti var þetta ótrúlega svekkjandi," sagði Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður Íslands, eftir tapið gegn Finnlandi.

Lestu um leikinn: Ísland 0 -  1 Finnland

„Það var smá stress í byrjun og við vorum ekki að tengja nægilega vel milli varnar og sóknar. Þegar við náðum að fá meira sjálfstraust lendum við manni færri en við sýndum karakter og héldum áfram."

„Það er erfitt þegar það er ákveðið upplegg en það þarf að breyta því en mér fannst við gera það ótrúlega vel."

Cecilía vissi ekki hver var ástæðan fyrir því að Hildur Antonsdóttir fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt.

„Ég hafði ekki hugmynd. Ég var aftast á vellinum og vissi ekki hvort þetta var tækling eða hvort hún hafi sagt eitthvað."

Cecilía segir að markmið liðsins sé óbreytt, það ætli sér upp úr riðlinum.

„Við ætlum bara að vinna næstu tvo leiki og fara upp úr riðlinum. Við höfum 100% trú á því að við getum það."
Athugasemdir
banner