
„Ótrúlega mikill heiður að fá að spila fyrir Íslands hönd á stórmóti en aftur á móti var þetta ótrúlega svekkjandi," sagði Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður Íslands, eftir tapið gegn Finnlandi.
Lestu um leikinn: Ísland 0 - 1 Finnland
„Það var smá stress í byrjun og við vorum ekki að tengja nægilega vel milli varnar og sóknar. Þegar við náðum að fá meira sjálfstraust lendum við manni færri en við sýndum karakter og héldum áfram."
„Það er erfitt þegar það er ákveðið upplegg en það þarf að breyta því en mér fannst við gera það ótrúlega vel."
Cecilía vissi ekki hver var ástæðan fyrir því að Hildur Antonsdóttir fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt.
„Ég hafði ekki hugmynd. Ég var aftast á vellinum og vissi ekki hvort þetta var tækling eða hvort hún hafi sagt eitthvað."
Cecilía segir að markmið liðsins sé óbreytt, það ætli sér upp úr riðlinum.
„Við ætlum bara að vinna næstu tvo leiki og fara upp úr riðlinum. Við höfum 100% trú á því að við getum það."
Athugasemdir